140. löggjafarþing — 19. fundur,  9. nóv. 2011.

lyfjalög.

170. mál
[16:29]
Horfa

Frsm. velfn. (Álfheiður Ingadóttir) (Vg):

Frú forseti. Ég mæli fyrir frumvarpi á þskj. 174 sem er 170. mál þingsins og hv. velferðarnefnd flytur.

Hér er lagt til að gildistöku ákvæðis 10. gr. laga í lyfjalögum, sem bannar alla afslætti sem sjúklingar nú fá yfir borðið í apótekum, verði frestað í fimmta sinn.

Ég legg til að málinu verði að lokinni þessari umræðu vísað til velferðarnefndar og 2. umr.