140. löggjafarþing — 20. fundur,  10. nóv. 2011.

umræða um sparisjóði.

[11:17]
Horfa

Eygló Harðardóttir (F):

Virðulegi forseti. Ég virðist enn á ný sitja undir hótunum frá forseta. Fram kom fyrir þennan þingfund að hygðist ég koma með óundirbúna fyrirspurn um banka, um fjármálastofnanir, til hæstv. fjármálaráðherra yrði ekki af sérstakri umræðu um framtíð sparisjóðakerfisins. Það virðist vera að hæstv. forseti telji að þessi málefni séu svo einföld að það dugi ein sérstök umræða um þau eða ein fyrirspurn.

Ég spyr hæstv. forseta: Hvernig stendur á því að hún telur sig þurfa halda einhverjum verndarvæng yfir fjármálaráðherra? (MÁ: Já, hvernig stendur á því?) Hvernig stendur á því? (BJJ: Jafnaðarmennska.) Er það eðlilegt að forseti taki hreinlega frelsi af þingmönnum til að tjá sig, eins og forseti gerði áðan? (Forseti hringir.) Ég studdi virðulegan forseta og forseti á að vera forseti allra þingmanna (Forseti hringir.) en hér tel ég að forseti (Forseti hringir.) hafi ekki sýnt það.