140. löggjafarþing — 20. fundur,  10. nóv. 2011.

fjáraukalög 2011.

97. mál
[12:13]
Horfa

Frsm. meiri hluta fjárln. (Sigríður Ingibjörg Ingadóttir) (Sf) (andsvar):

Frú forseti. Með þeim breytingartillögum sem meiri hluti fjárlaganefndar boðar er verið að veita fjármálaráðherra þessa heimild. Vegna þeirra umræðna sem hafa verið m.a. í þinginu um þetta mál telur nefndin eðlilegt að ráðherra komi fyrir nefndina og kynni málið ítarlega áður en hann skrifar undir nokkrar skuldbindingar af hálfu ríkisins. En um þessa framkvæmd gilda skýr lög og að sjálfsögðu mun fjármálaráðherra fara að þeim lögum sem kveða á um að framkvæmdin eigi ekki að valda kostnaði fyrir ríkissjóð.