140. löggjafarþing — 20. fundur,  10. nóv. 2011.

fjáraukalög 2011.

97. mál
[12:17]
Horfa

Frsm. meiri hluta fjárln. (Sigríður Ingibjörg Ingadóttir) (Sf) (andsvar):

Frú forseti. Meiri hluti hv. fjárlaganefndar hefur lagt til í breytingartillögu að ráðherra verði veitt þessi heimild. Hv. umhverfis- og samgöngunefnd hefur fjallað um málið að einhverju leyti og sent til Ríkisendurskoðunar. Ég hef sagt það opinberlega að ég fagna því og tel það mikilvægt og hluta af eftirlitshlutverki þingsins en þessi heimild hefur verið veitt. En það er Alþingi sem hefur fjárveitingavald og hefur líka vald til að endurkalla heimildir ef svo ber undir.