140. löggjafarþing — 20. fundur,  10. nóv. 2011.

aðför.

252. mál
[18:10]
Horfa

Lilja Rafney Magnúsdóttir (Vg) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég byrja á því að þakka hv. þingmanni fyrir að leggja fram þetta frumvarp, ég veit að hún hefur yfirgripsmikla þekkingu á málaflokknum. Mig langar að spyrja hv. þingmann varðandi breytingu á lögum um aðför hvort hv. þingmaður telji að þarna muni sparast miklar fjárhæðir og vinna. Vinna kostar peninga. Geta falist í þessu lægri útgjöld fyrir gerðarbeiðanda og ríkið miðað við umfang slíkra mála undanfarin missiri? Getur hv. þingmaður lagt eitthvert mat á hvað það gæti sparað samfélaginu? Ég skil þetta þannig að það eigi að gera það, það feli ekki bara í sér vinnuhagræðingu hjá sýslumannsembættunum.