140. löggjafarþing — 21. fundur,  14. nóv. 2011.

ráðning forstjóra Bankasýslunnar.

[15:21]
Horfa

fjármálaráðherra (Steingrímur J. Sigfússon) (Vg):

Frú forseti. Ég veit ekki hvað hv. þingmaður reiknar að hann hafi upp úr krafsinu. Stjórn Bankasýslunnar sagði af sér, umsækjandinn dró umsókn sína til baka og ný stjórn hefur tekið við störfum í Bankasýslunni þannig að þau mál eru komin í nýjan farveg og búið að auglýsa á ný eftir framkvæmdastjóra. Ef það er tilgangur þessarar fyrirspurnar að reyna að gera þann sem hér stendur ótrúverðugan og láta að því liggja að ég sé að ljúga er kannski tilganginum náð hjá hv. þingmanni, en ég er að segja satt eins og ég tem mér að gera. Ég fékk engar upplýsingar um þetta fyrir fram og það lá fyrir held ég strax daginn eftir að ég staðfesti að ég hefði frétt af þessari ráðningu í fjölmiðlum eins og aðrir og reyndi að vera spar á stórar yfirlýsingar í því efni, enda ekki á bætandi.

Ég held að við bætum okkur lítið á því að róta meira í þessu, en ekki stjórna ég því hvað hv. þingmaður telur brýnast að taka upp í þjóðmálaumræðunni.