140. löggjafarþing — 21. fundur,  14. nóv. 2011.

fjáraukalög 2011.

97. mál
[15:41]
Horfa

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Frú forseti. Við greiðum atkvæði um frumvarp til fjáraukalaga ársins 2011. Að mati Ríkisendurskoðunar ber frumvarpið vott um aukinn aga í ríkisfjármálum og helstu frávik frá fjárlögum eru kostnaður vegna kjarasamninga sem voru mikilvægir til að koma á friði á vinnumarkaði sem er gríðarlega mikils virði í því uppbyggingarstarfi sem við stöndum nú í á Íslandi.