140. löggjafarþing — 21. fundur,  14. nóv. 2011.

fjáraukalög 2011.

97. mál
[15:49]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S):

Frú forseti. Við greiðum atkvæði um að setja 1.230 milljónir til kaupa á landi Kalmanstjarnar og Junkaragerðis. Þetta er mjög há upphæð miðað við það sem við erum að fjalla um alla daga í sambandi við niðurskurð á velferðarkerfinu og hækkun á sköttum og í rauninni er þetta tilraun til að hækka verð á jarðhita í landinu. Það mun koma fram í hækkuðu orkuverði til heimilanna í framtíðinni og mér finnst mjög miður að ríkisstjórnin standi í því að yfirbjóða verð á jarðhita. Ég segi nei við þessari tillögu.