140. löggjafarþing — 21. fundur,  14. nóv. 2011.

fjáraukalög 2011.

97. mál
[16:06]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S):

Frú forseti. Hér erum við að skoða enn eitt dæmið þar sem hæstv. fjármálaráðherra er að bjarga fjármálafyrirtæki og það, að mínu mati, með mjög vafasömum hætti. Hér er ekki talað neitt um kaupverð, ekki nokkurn skapaðan hlut, og ekki sagt af hverju þetta dróst svona lengi og af hverju vandinn er orðinn svona mikill. Ég veit heldur ekki hvað lausafjárfyrirgreiðsla ríkissjóðs þýðir. Hvað þýðir það? Eru einhver veð á bak við þetta, er þetta lán eða hvað er þetta eiginlega, lausafjárfyrirgreiðsla upp á 5 milljarða?

Mér þykir menn fara heldur létt og leikandi með ríkisábyrgðir. Ég segi nei.