140. löggjafarþing — 21. fundur,  14. nóv. 2011.

fjáraukalög 2011.

97. mál
[16:09]
Horfa

Tryggvi Þór Herbertsson (S):

Virðulegi forseti. Hér er verið að greiða atkvæði um heimildir til að gera samning um fjármögnun framkvæmda við göng undir Vaðlaheiði.

Ég kom fyrst að þessu máli fyrir u.þ.b. einu og hálfu ári síðan og byrjaði á því að gera arðsemislíkan fyrir þessa framkvæmd. Ég hef skoðað forsendur sem hafa verið lagðar til grundvallar og ég hef ekki enn þá heyrt sérfræðinga mótmæla þeim forsendum. Aftur á móti hafa stjórnmálamenn, margir hverjir, haft miklar skoðanir á forsendum og þótt þær afar hæpnar þrátt fyrir að sérfræðingar hafi sagt að þær séu fullnægjandi. Nú er þetta mál í skoðun hjá Ríkisendurskoðun, sem er hið besta mál, en ég hef skoðað þessar forsendur og ég er sannfærður um að þær standist. Því mun ég segja já.