140. löggjafarþing — 22. fundur,  14. nóv. 2011.

verknámshús við Fjölbrautaskóla Suðurlands.

231. mál
[18:10]
Horfa

mennta- og menningarmálaráðherra (Katrín Jakobsdóttir) (Vg):

Virðulegi forseti. Aðeins eitt sem mig langar að koma á framfæri að lokum. Ég lít svo á að fari ríkið af stað í svona framkvæmd sé eðlilegt að sjá fyrir endann á henni þannig að þá verði sett niður áætlun. Í ljósi þess sem hv. þm. Sigurður Ingi Jóhannesson (SIJ: Jóhannsson) Jóhannsson, fyrirgefðu, nefndi hér, hvort það væri þá ekki skuldbindandi. Jú, ég lít svo á að það sé skuldbindandi ákvörðun að fara af stað, en í hversu mörgum áföngum það verður gert treysti ég mér ekki til að segja. Ég ímynda mér að það gæti orðið þrír til fjórir áfangar, en ég held að sú útfærsla verði að bíða þangað til ljóst er hver endanleg niðurstaða verður í fjárlögum.