140. löggjafarþing — 23. fundur,  15. nóv. 2011.

þingsköp Alþingis.

27. mál
[18:12]
Horfa

Margrét Tryggvadóttir (Hr) (andsvar):

Forseti. Ég held að við þingmaðurinn séum bara alveg sammála í þessu efni. Skilyrði mitt fyrir að styðja þetta frumvarp er að þessi breyting verði. Mér finnst þetta mjög gott mál en það er algerlega nauðsynlegt að þessi neyðarhemill verði til staðar. Hins vegar erum við ekki á sama máli um ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu. Sannfæring mín er … (PHB: Hún breytist.) — Nei, hún breytist ekki eins og hér er kallað fram í, heldur er það sannfæring mín að ef þjóðin er spurð eigi ég að lúta vilja þjóðarinnar. Þar liggur sannfæring mín.