140. löggjafarþing — 23. fundur,  15. nóv. 2011.

þýðing skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis á ensku.

194. mál
[19:19]
Horfa

Flm. (Margrét Tryggvadóttir) (Hr) (andsvar):

Forseti. Spurt var hvort borin hefði verið upp tillaga í forsætisnefnd. Það held ég að hafi verið gert, ég held að Þór Saari, sem var áheyrnarfulltrúi Hreyfingarinnar í forsætisnefnd, hafi borið þessa tillögu upp þar á liðnum þingvetri, oftar en einu sinni, en ekki verið tekið vel í hana.

Einnig var spurt hvort ég gæti séð þetta fyrir mér sem einhvers konar wikipediu-verkefni. Ég held að það yrði neyðarbrauð. Ég hef sjálf starfað við þýðingar og þær eru flóknar og það er mikilvægt að sömu aðilar hafi yfirsýn yfir allt verkið, að það sé einhvers konar verkstýring á þýðingunni þótt fleiri en einn komi að henni. Ef ekki vildi betur til held ég að það væri þó gerlegt og ég held að það sé líka fólk hérna úti í samfélaginu sem væri til í að taka þátt í því verkefni með okkur.