140. löggjafarþing — 24. fundur,  16. nóv. 2011.

samningar um sölu Byrs.

[15:58]
Horfa

Unnur Brá Konráðsdóttir (S):

Hæstv. forseti. Ég vil taka undir óskir þeirra hv. þingmanna sem hafa mælst til þess að fundi verði frestað þannig að þingmenn geti kynnt sér samninga sem einhverjir þingmenn hafa undir höndum. Ég hef sjálf ekki þessa samninga, ég hef ekki fengið aðgang að þeim.

Manni líður svolítið eins og maður sé kominn aftur um nokkra mánuði og missiri þegar Icesave-samningar nr. eitt voru ekki lagðir fram og við áttum að greiða atkvæði og samþykkja þá ráðstöfun alla án þess að fá að sjá þá samninga sem þar lágu að baki. Ég hvet hæstv. forseta til að taka mið af þessum beiðnum þannig að menn geti að minnsta kosti, þeir þingmenn sem hér eru, kynnt sér þessa samninga og efni þeirra og athugað hvort þetta sé eitthvað sem hægt er að samþykkja í dag.