140. löggjafarþing — 24. fundur,  16. nóv. 2011.

samningar um sölu Byrs.

[15:59]
Horfa

Tryggvi Þór Herbertsson (S):

Virðulegi forseti. Ég verð að taka undir með hv. þingmönnum, það er ómögulegt að fá engan fyrirvara til að lesa þessa samninga yfir. Mér sýnist sem svo að gögn vanti í samninginn, sem koma í framhaldi af bls. 22. Það er mjög mikilvægt að sjá þau gögn til að geta gert sér nákvæmlega grein fyrir því hvaða áhættu ríkið er að taka í þessu.

Samkvæmt svokölluðum valmöguleika B í þessu getur seljandi ákveðið (Gripið fram í: Er þetta umræða um málið?) að velja sér leið; um er að ræða eignir sem eiga að vera listaðar upp og þær vantar inn í samninginn. Það er mjög mikilvægt að fá þær upplýsingar, annars getum við ekki rætt málið í botn.