140. löggjafarþing — 24. fundur,  16. nóv. 2011.

samningar um sölu Byrs.

[16:06]
Horfa

Tryggvi Þór Herbertsson (S):

Virðulegi forseti. Ég er einn af hinum blessuðu, ég hef þennan samning undir höndum. Ég er búinn að renna í gegnum hann en mig vantar nauðsynlega að sjá frá blaðsíðu 22 og aftar vegna þess að þar er listi yfir þær eignir sem ríkið getur keypt út úr sparisjóðnum. Ég ætla ekki svo sem að tala efnislega um þetta núna vegna þess að ég er náttúrlega að ræða fundarstjórn forseta, en ég skora á forseta að fresta umræðunni og sjá til þess að að minnsta kosti þeir sem eru undir trúnaði fái að sjá blaðsíðurnar sem vantar upp á eignalistana til að þeim líði betur með samninginn vegna þess að einn valmöguleiki hér er að ríkið kaupi eignir út úr sparisjóðnum.