140. löggjafarþing — 24. fundur,  16. nóv. 2011.

samningar um sölu Byrs.

[16:26]
Horfa

Vigdís Hauksdóttir (F):

Virðulegi forseti. Hér spyrja menn um ástæður þess að afgreiðslu fjáraukalaga var flýtt. Ég sit ekki í fjárlaganefnd og skal ekki segja um það og veit ekki hvernig sá fundur fór fram, en ástæðuna er að finna í frumvarpinu. Eftir því sem meir er lesið í frumvarpinu skilur maður ástæðu þess að ríkisstjórnin vilji flýta málum. Látum það vera ef eingöngu væri verið að fara eftir þessu frumvarpi, en nú hefur verið upplýst að það komi hér trúnaðarupplýsingar um sölusamninga í morgun sem þingmenn hafa ekki getað kynnt sér. Það vantar tvær skýrslur frá ríkisendurskoðanda sem varða þessi fjáraukalög. Það vantar úrskurð í deilum Landsbankans og ríkisins í yfirtöku SpKef eins og hann heitir. Hér vantar mál, hér vantar gögn inn í þetta þingmál svo að hægt sé að klára það.

Frú forseti. Ég fer fram á það í annað sinn að forseti sýni þingmönnum þá virðingu að þessum (Forseti hringir.) fundi verði frestað þar til 28. nóvember og þetta mál verði þá tekið fyrir að nýju.