140. löggjafarþing — 25. fundur,  17. nóv. 2011.

Framkvæmdasjóður ferðamannastaða.

[10:32]
Horfa

iðnaðarráðherra (Katrín Júlíusdóttir) (Sf):

Virðulegi forseti. Við ráðumst í þetta átak til að taka fjölgunina í komu ferðamanna frekar inn á veturinn en sumarið en það er orðið ansi vel pakkað eins og maður segir. Það þýðir að við þurfum að ráðast í víðtækt átak, þ.e. ekki er nóg að markaðssetja bara. Þess vegna erum við líka búin að setja á laggirnar þróunarsjóð í samvinnu við Landsbankann þar sem við bjóðum stuðning og styrki til fyrirtækja sem bjóða nú þegar vöru í ferðaþjónustu til að aðstoða þau við að breyta henni í vetrarvöru þannig að fleiri fyrirtæki geti tekið þátt í þessu.

Markaðsátakið snýst um Ísland allt, um landið í heild, það snýst um náttúruna og um menninguna. Við erum í auknum mæli að fá fleiri sveitarfélög á landsbyggðinni með í átakið og það skiptir máli. Markaðsstofurnar um allt land eru með í átakinu þannig að sjónarmið þeirra eru sterk. Með þessum þróunarsjóði á að tryggja að litlu (Forseti hringir.) fyrirtækin ekki síst geti tekið þátt í þessu af fullum krafti.