140. löggjafarþing — 25. fundur,  17. nóv. 2011.

sala hlutafjár og hlutafjárlög.

[10:46]
Horfa

efnahags- og viðskiptaráðherra (Árni Páll Árnason) (Sf):

Virðulegi forseti. Útboðslýsing vegna Haga er í vinnslu og mikilvægt að vel verði vandað til þeirra verka. Eitt af því sem búið er að breyta er t.d. það að eftirlit með gerð útboðslýsinga mun flytjast úr Kauphöll til Fjármálaeftirlitsins um næstu áramót. Það verður líka viðbótaragi á Kauphöllinni.

Ég held að forsvarsmenn Kauphallarinnar séu sér afskaplega meðvitaðir um þann vanda sem við þurfum að horfast í augu við í kjölfar þróunarinnar fyrir hrun og hversu mikilvægt það er að efla tiltrú á kauphallarviðskipti. Ég er algjörlega sannfærður um að við munum vinna þetta verkefni áfram. Við þurfum að innleiða hér bestu og öguðustu reglur um kauphallarviðskipti í samræmi við það sem gildir í nágrannalöndum okkar og við þurfum að hafa regluverkið undir stöðugu endurmati til að tryggja að svo sé. (Gripið fram í.)