140. löggjafarþing — 26. fundur,  28. nóv. 2011.

tilkynning um skrifleg svör.

[15:00]
Horfa

Forseti (Ásta R. Jóhannesdóttir):

Borist hafa fjögur bréf um frestun á því að skrifleg svör berist við fyrirspurnum.

Frá efnahags- og viðskiptaráðuneytinu: Skriflegt svar við fyrirspurn á þskj. 48, um svokallaða kaupleigusamninga um bifreiðar, frá Eygló Harðardóttur. Gert er ráð fyrir að svar berist í þessari viku.

Frá innanríkisráðuneytinu: Skriflegt svar við fyrirspurn á þskj. 228, um aukaframlög Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga, frá Einari K. Guðfinnssyni. Gert er ráð fyrir að svar berist um næstu mánaðamót.

Frá fjármálaráðuneytinu:

1. Skriflegt svar við fyrirspurn á þskj. 154, um virðisaukaskatt af erlendum blöðum og tímaritum, frá Merði Árnasyni. Óskað er eftir viðbótarfresti við umbeðinn frest til 1. desember nk.

2. Skriflegt svar við fyrirspurn á þskj. 222, um ríkisstuðning við innlánsstofnanir, frá Pétri H. Blöndal. Gert er ráð fyrir að unnt verði að veita svör við fyrirspurninni eigi síðar en 20. desember nk.