140. löggjafarþing — 26. fundur,  28. nóv. 2011.

fjölgun framhaldsskóla.

227. mál
[18:43]
Horfa

mennta- og menningarmálaráðherra (Katrín Jakobsdóttir) (Vg):

Virðulegi forseti. Ég held að ég hafi ekki miklu við þetta að bæta öðru en því að ég held að mikilvægt sé að þingmenn höfuðborgarsvæðisins láti þessi mál til sín taka. Ég hef oft fundið það í umræðum á Alþingi að þingmenn utan af landi taka upp mál síns svæðis, ekki síst þegar kemur að menntamálum. Sama raunin hefur ekki verið með þingmenn á höfuðborgarsvæðinu, (Gripið fram í: Þetta er að breytast.) en þetta er að breytast. Ég fagna því að við eigum þessar umræður því að þótt fjárhagsstaðan hafi verið erfið verðum við líka að horfa til framtíðar og þá skiptir máli að velta fyrir sér hvernig við viljum sjá þetta þróast, ekki bara hvar skólar verða í framtíðinni, heldur hvernig skólar. Ég þakka fyrir fyrirspurnina og umræðuna.