140. löggjafarþing — 26. fundur,  28. nóv. 2011.

yfirfærsla málefna fatlaðs fólks til sveitarfélaga.

116. mál
[19:33]
Horfa

Eygló Harðardóttir (F):

Virðulegi forseti. Ég þakka fyrir þessa fyrirspurn og svör ráðherra. Ég ætlaði að fá að bæta við stuttri spurningu. Mér skilst að kostnaður vegna geðfatlaðs fólks hafi verið töluvert vanmetinn við yfirfærsluna. Eru þær upplýsingar sem ég hef fengið hvað það varðar réttar? Það væri áhugavert að heyra hvort svo sé.