140. löggjafarþing — 27. fundur,  28. nóv. 2011.

viðurkenning á sjálfstæði og fullveldi Palestínu.

31. mál
[20:47]
Horfa

Frsm. minni hluta utanrmn. (Ragnheiður E. Árnadóttir) (S) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég verð að hryggja hv. þingmann með því að hann verður að leggjast til svefns í nótt fullur af spenningi yfir afstöðu okkar sjálfstæðismanna til málsins. Það kemur í ljós í atkvæðagreiðslunni á morgun.

Varðandi skilyrðin sem Norðmenn hafa sett er ég einfaldlega ósammála hv. þingmanni. Það lengsta sem ég gæti komist í að endurnefna það væri viðmið.