140. löggjafarþing — 28. fundur,  29. nóv. 2011.

viðurkenning á sjálfstæði og fullveldi Palestínu.

31. mál
[14:14]
Horfa

Birgitta Jónsdóttir (Hr) (um atkvæðagreiðslu):

Í dag get ég verið stolt yfir því að vera þingmaður á Alþingi Íslendinga. Satt best að segja trúði ég aldrei að þessi dagur kæmi. Ég er mjög stolt af öllum þeim þingmönnum sem ætla að segja já við atkvæðagreiðsluna og ég er ánægð með að Sjálfstæðisflokkurinn ætlar ekki að setja puttann á rauða takkann þó að það hefði verið æskilegt að við segðum öll já við málinu.

Ég fagna þessum degi og vona að hann verði palestínsku þjóðinni til góðs. Ég er ánægð með að við Íslendingar þorum að standa með kúguðum þjóðum og mér finnst mjög mikilvægt að við höfum í huga að það er mikilvægt þegar fólk semur um frið að það standi jafnfætis.