140. löggjafarþing — 28. fundur,  29. nóv. 2011.

viðurkenning á sjálfstæði og fullveldi Palestínu.

31. mál
[14:19]
Horfa

Þór Saari (Hr) (um atkvæðagreiðslu):

Frú forseti. Ég fagna þessum degi í sögu Alþingis. Þetta er merkisdagur. Hann hefði ekki átt sér stað hér á landi með öðrum þingmeirihluta, það eitt er víst, og ég þakka þeim þingmönnum og ráðherrum sem hafa stutt þetta mál og unnið því framgang í þinginu.

Ég veit í sjálfu sér ekki hvort það muni skipta mjög miklu máli þegar upp verður staðið, en þetta er skýr yfirlýsing af hálfu Alþingis Íslendinga um það hvert við viljum stefna í þessu máli. Ég hef sjálfur verið svo lánsamur að koma til þessara tveggja ógæfusömu landa, Ísraels og Palestínu, og þekki af persónulegri reynslu ástandið sem þar var, og er, og vona svo innilega að þetta skref megi verða hluti af miklu stærra skrefi í rétta átt, í átt að friði.