140. löggjafarþing — 28. fundur,  29. nóv. 2011.

fjárlög 2012.

1. mál
[15:14]
Horfa

Frsm. 2. minni hluta fjárln. (Höskuldur Þórhallsson) (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka svarið. Því miður er það ekki alveg eins og raunveruleikinn sem blasir við okkur. Það hefur til dæmis ekki verið gerð byggðaúttekt á áhrifum fjárlagafrumvarpsins og þeim niðurskurði sem boðaður er nú og var boðaður í fyrra vegna þess að hluti af niðurskurðinum sem kemur til framkvæmda í dag er frestun frá frumvarpinu í fyrra. Við framsóknarmenn gagnrýnum þau vinnubrögð harðlega og það þýðir ekkert að halda því fram að þessi úttekt verði gerð mjög fljótlega. Það átti fyrir löngu að vera búið að gera hana.

Að öðru. Nú ber svo við að ekki hefur borist neitt álit um tekjuhluta fjárlaga frá efnahags- og skattanefnd. Mig langar til að spyrja hv. formann fjárlaganefndar hvort hún sé reiðubúin að beita sér fyrir að sú mikilvæga (Forseti hringir.) vinna fari fram þannig að við fáum umræðu og álit á (Forseti hringir.) um helmingi þeirrar fjárlagavinnu sem fram fer á hverju ári.