140. löggjafarþing — 28. fundur,  29. nóv. 2011.

fjárlög 2012.

1. mál
[15:15]
Horfa

Frsm. meiri hluta fjárln. (Sigríður Ingibjörg Ingadóttir) (Sf) (andsvar):

Frú forseti. Ég vek athygli hv. þingmanns á því, skyldi hann hafa gleymt því, að það eru í gildi heilbrigðislög í landinu. Og þeirri löggjöf er framfylgt í heilbrigðismálum.

Varðandi tekjuhluta fjárlaga hefur fjárlaganefnd fengið til sín gesti vegna þess hluta, fyrst vegna fjárlagafrumvarpsins, síðan vegna breytingartillagna fyrir 2. umr. og svo þriðju heimsóknina til að fara ítarlegar í tekjuhlutann. Auk þess höfum við fengið á fund okkar fulltrúa frá Hagstofu Íslands til að fjalla um endurskoðaða þjóðhagsspá. Tekjuhlutanum hefur því verið sinnt ágætlega af hálfu fjárlaganefndar.