140. löggjafarþing — 28. fundur,  29. nóv. 2011.

fjárlög 2012.

1. mál
[15:20]
Horfa

Frsm. meiri hluta fjárln. (Sigríður Ingibjörg Ingadóttir) (Sf) (andsvar):

Frú forseti. Hin norræna velferðarstjórn virðir samninga. Hin norræna velferðarstjórn hefur frestað um eitt ár aðlögunarferli í ríkisfjármálum einmitt til að geta gengið til sanngjarnra kjarasamninga og staðið við þá. Hin norræna velferðarstjórn er óhrædd við að taka þá pólitísku ábyrgð sem fylgir því að skera niður í velferðarkerfinu (Gripið fram í.) til að verja velferðarkerfið til lengri tíma litið. (Gripið fram í.) Hin norræna velferðarstjórn virðir samninga og tryggir velferð til lengri tíma litið.

Varðandi framlög til stjórnmálaflokka var ég að sjá breytingartillögu hv. þingmanns og geri ekki ráð fyrir að ég muni styðja hana þótt hún hafi ýmislegt til síns máls varðandi breytingar á fyrirkomulagi styrkveitinga til stjórnmálaflokka.