140. löggjafarþing — 28. fundur,  29. nóv. 2011.

fjárlög 2012.

1. mál
[18:00]
Horfa

Höskuldur Þórhallsson (F) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Þetta er sambærileg tillaga og við framsóknarmenn höfum lagt til. Við erum einfaldlega þeirrar skoðunar að standa eigi við þá samninga sem gerðir eru milli ríkisins og aðila vinnumarkaðarins. Stjórnvöld geta ekki komið sér undan því með einum eða öðrum hætti.

Ég vil líka vekja athygli á því að við höfum bent á þá mannfæð sem er hér á Alþingi og munum leggja til að ekki verði aðeins bætt við tveimur starfsmönnum heldur fleiri. Það er verið að fjölga starfsmönnum og aðstoðarmönnum ráðherra, þeir koma fram bæði í fjáraukalögum og fjárlögum. Aukið hefur verið við aðalskrifstofu ráðuneytanna á kostnað Alþingis og eins og sjá má er það farið að bitna á fjárlagagerðinni hjá einstökum þingmönnum.

Ég mun styðja það að þessi afbrigði verði veitt.