140. löggjafarþing — 28. fundur,  29. nóv. 2011.

fjárlög 2012.

1. mál
[19:26]
Horfa

Frsm. 2. minni hluta fjárln. (Höskuldur Þórhallsson) (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Í áliti meiri hlutans kemur fram að þau markmið sem ríkisstjórnin setti sér sjálf í júní 2009 og bera heitið Skýrsla fjármálaráðherra um áætlun um jöfnuð í ríkisfjármálum 2009–2013 koma fram þau markmið sem ég hefði haldið að ríkisstjórnin ætlaði sér að standa við. Allt í einu eru það ekki markmið.

Ég er líka spurður að því hvort ég telji mig ekki heppinn að búa ekki í einhverju öðru landi. Jú, svo sannarlega. En það er ekki hægt að þakka ríkisstjórninni fyrir að við búum við sjálfstæðan gjaldmiðil sem gerir stöðu okkar miklu betri. Skyldi það nú ekki vera sjálfur hæstv. fjármálaráðherra sem leiðir þjóðina inn í Evrópusambandið, hvorki meira né minna?

Síðan er sagt: Mundu menn vera reiðubúnir að borga hærri vexti? 78 milljarðar á hverju ári er jú gríðarleg fjárhæð, en hvað með Icesave? Var það ekki hæstv. fjármálaráðherra sjálfur (Forseti hringir.) sem vildi gangast undir það að borga enn þá hærri vexti, (Gripið fram í.) kannski um 130 milljarða á þessu ári (Gripið fram í.) ef við samþykktum Icesave-samningana?