140. löggjafarþing — 28. fundur,  30. nóv. 2011.

fjárlög 2012.

1. mál
[02:53]
Horfa

Árni Þór Sigurðsson (Vg) (andsvar):

Virðulegur forseti. Hv. þingmaður talar hér um bruðl. Það eru hans orð sem hann verður þá að rökstyðja og standa fyrir. Ég bara segi það enn og aftur: Ég tel að við eigum að taka þátt í erlendu samstarfi á ýmsum sviðum. Það er ekki hægt og það er allt of billegt að koma hér og segja að á meðan verið sé að draga úr útgjöldum hér sé ekki verjandi að stofna til útgjalda … [Frammíköll í sal.] einhvers staðar annars staðar. (ÁsmD: Nei.) Það er bara allt of billegt. (ÁsmD: Nei.) Jú, það er allt of billegt, hv. þingmaður.

Það er auðvitað þannig að í ríkisrekstrinum erum við með (Gripið fram í.) útgjöld (ÁsmD: … sjúklingum á Landspítalanum …) Getur ræðumaður fengið frið?

(Forseti (SIJ): Forseti biður þingmanninn að gefa hljóð í salnum.)

Það er auðvitað þannig að við erum í ríkisrekstrinum með útgjöld á fjölmörgum málasviðum og við getum ekki lokað þeim algerlega. Við erum með minni aðhaldskröfu í velferðarkerfinu og menntakerfinu en annars staðar í rekstrinum. Hrun er mun meiri í stjórnsýslunni þannig að á þessum liðum er að sjálfsögðu meiri niðurskurður.

Ég vil svo segja (Forseti hringir.) hæstv. forseti, og nota þær 10 sekúndur sem voru teknar af mér (Forseti hringir.) hér áðan: Að sjálfsögðu er eðlilegt að fara í saumana á þessum málum (Forseti hringir.) af hálfu fjárlaganefndar og kalla eftir frekari (Forseti hringir.) upplýsingum.