140. löggjafarþing — 29. fundur,  30. nóv. 2011.

fjárlög 2012.

1. mál
[15:43]
Horfa

Atli Gíslason (U) (um atkvæðagreiðslu):

Frú forseti. Ég flyt almennar skýringar okkar hv. þm. Lilju Mósesdóttur fyrir þessa atkvæðagreiðslu. Við eigum ekki sæti í fjárlaganefnd, ekki heldur sem áheyrnarfulltrúar og það er stuttur fyrirvari til að taka afstöðu til þeirra atriða sem hér koma til atkvæðagreiðslu. Almennt séð veldur mér þar sárum vonbrigðum niðurskurður inn að beini í velferðarkerfinu og hinir fjölmörgu opnu og óskýrðu tékkar sem frumvarpið felur í sér.

Við munum sitja hjá um flest atriði nema hvað við munum styðja allar tillögur sem eru til aukningar á fjárframlögum til heilbrigðiskerfisins og löggæslu og nokkurra fleiri liða. Við áskiljum okkur hins vegar rétt til að leggja fram ítarlegar tillögur um breytingar við 3. umr. fjárlagafrumvarpsins.