140. löggjafarþing — 29. fundur,  30. nóv. 2011.

fjárlög 2012.

1. mál
[15:50]
Horfa

Illugi Gunnarsson (S):

Frú forseti. Þær tillögur sem við ræðum hér grundvallast m.a. á efnahagsspá Hagstofunnar sem birt hefur verið. Í júlí kom fram spá þar sem spáð var 3,1% hagvexti. Henni hefur verið breytt í 2,4%.

Ég tel rétt að vekja athygli þingheims á því að sá hagvöxtur sem spáð er á næsta ári er meðal annars knúinn áfram af aukinni einkaneyslu. Sú einkaneysla er síðan einkum knúin áfram af úttekt á séreignarsparnaði, launahækkunum sem ekki er innstæða fyrir, frystingu á lánum og vaxtaniðurgreiðslum frá ríkinu. Þetta eru ekki styrkar stoðir undir hagvöxt, það má ljóst vera.

Ég tel rétt að þingheimur hafi þetta í huga þegar við veltum fyrir okkur þessu frumvarpi. Ég mun, eins og fram hefur komið af hálfu talsmanns okkar í fjárlaganefnd, hv. þm. Kristjáns Þórs Júlíussonar, sitja hjá hvað þessa þætti varðar.