140. löggjafarþing — 29. fundur,  30. nóv. 2011.

fjárlög 2012.

1. mál
[15:52]
Horfa

Tryggvi Þór Herbertsson (S):

Frú forseti. Það er rétt sem stjórnarliðar hafa haldið fram. Útgjöld til velferðarmála hafa aldrei verið jafnhá og þau eru í dag, það er rétt. En þeir láta þess ekki getið að ástæðan fyrir því er sú að 22 milljarðar eru núna greiddir vegna atvinnuleysis. Það er ástæðan fyrir háum velferðarútgjöldum.

Það sem meira er er að atvinnutryggingagjaldið er of hátt núna miðað við atvinnuleysið. Það mun virka sem skattur á atvinnulífið og leiða til þess að fyrirtæki geta ekki ráðið jafnmarga starfsmenn og þau hefðu annars gert, fólk sem annars hefði farið út af atvinnuleysisskrá. Ég lýsi fullri ábyrgð á hendur ríkisstjórnarflokkunum í þessu máli og sit hjá.