140. löggjafarþing — 29. fundur,  30. nóv. 2011.

fjárlög 2012.

1. mál
[16:21]
Horfa

Höskuldur Þórhallsson (F):

Virðulegi forseti. Þingflokkur framsóknarmanna hefur verið mótfallinn því í gegnum tíðina að hækka skólagjöld og færa má rök fyrir því að verið sé að stíga skref í þá áttina. En mig langar að segja um háskólana almennt að við fögnum því að sjálfsögðu að verið sé að auka framlög til þeirra. Mig langar líka að nefna að næsti liður er um framhaldsskólana en við höfum boðað breytingartillögur um þann lið við 3. umr.