140. löggjafarþing — 29. fundur,  30. nóv. 2011.

fjárlög 2012.

1. mál
[16:34]
Horfa

Vigdís Hauksdóttir (F):

Virðulegi forseti. Þegar verið var að ræða ESB-umsóknina á sumardögum 2009 var þingmönnum og landsmönnum öllum talin trú um að Evrópusambandið mundi standa undir kostnaði við þýðingar. Hér var stofnuð Þýðingamiðstöð utanríkisráðuneytisins. Hér er lagt til að til hennar fari á næsta ári 547 millj. kr., frú forseti, það gerir 1,5 millj. kr. á dag.

Samkvæmt Evrópustyrkjunum sem samþykktir voru áðan koma einungis 186 millj. kr. til endurgreiðslu í ríkissjóð sem er sérmerkt Þýðingamiðstöðinni. Þess vegna leggur ríkissjóður út 361 millj. kr. á fjárlögum ársins 2012 til Þýðingamiðstöðvarinnar. Ég fékk þær upplýsingar í fjárlaganefnd að svo verður eins lengi og umsóknin er látin hanga inni. Virðulegi forseti. Fjörið er greinilega rétt að byrja.