140. löggjafarþing — 29. fundur,  30. nóv. 2011.

fjárlög 2012.

1. mál
[16:39]
Horfa

Einar K. Guðfinnsson (S):

Virðulegi forseti. Þetta er ekki mjög stór tala, hún mun ekki ráða neinum úrslitum um rekstur Hafrannsóknastofnunar. Ég vildi hins vegar vekja athygli á því hvað er verið að gera. Hér er verið að leggja til lækkun á framlagi til Hafrannsóknastofnunarinnar en í áliti meiri hluta atvinnuveganefndar er sérstaklega nefnt að komið sé að ákveðnum þolmörkum varðandi niðurskurð til stofnunarinnar, einkum í því sem lýtur að úthaldi skipanna. Ég vildi vekja athygli á því.