140. löggjafarþing — 29. fundur,  30. nóv. 2011.

fjárlög 2012.

1. mál
[16:41]
Horfa

Höskuldur Þórhallsson (F):

Virðulegi forseti. Hér verða greidd atkvæði um ýmis löggæslumál. Þingflokkur Framsóknarflokksins hefur boðað breytingartillögur þar sem við munum leggja til að aukið verði við almenna löggæslu víðs vegar um landið.

Mig langar til að upplýsa þingheim um að staðan í hinum dreifðu byggðum landsins er víðast hvar mjög alvarleg. Fólk upplifir það að lögreglumenn sitja heima, eru ekki á ferðinni vegna þess einfaldlega að lögreglan á svæðinu hefur ekki efni á því. Það er komið að því að ekki er hægt að skerða meira í þessum málaflokki. Það þarf að bæta í hann og það munum við framsóknarmenn leggja til við 3. umr.