140. löggjafarþing — 29. fundur,  30. nóv. 2011.

fjárlög 2012.

1. mál
[16:46]
Horfa

Siv Friðleifsdóttir (F):

Virðulegur forseti. Ég er líka mjög hugsi yfir því hvað við erum að gera hér og ég vil koma því sérstaklega á framfæri að það er brýnt að drífa í fangelsismálunum. Við getum ekki beðið lengur. Það er búið að vinna í þessu mjög lengi og tillögur liggja fyrir um 56 rýma fangelsi á Hólmsheiði. Það er alveg ljóst að ef við náum að koma því upp á næstunni getum við lagt af þau rými sem núna eru tvísetin en í dag erum við með nokkur tvíbýli. Ég vil nefna það sérstaklega að það er eiginlega niðurlægjandi að Íslendingar hafi komið þessum málum svo fyrir. Ungir karlmenn tvímenna í þessi tvíbýli og þetta eru kynferðislega virkir menn eins og aðrir í þessu samfélagi og það er ekki hægt að bjóða upp á þetta lengur. Það verða allir að vera í einbýli. Þetta er ekki Íslandi til sóma og við verðum að byggja þetta nýja fangelsi sem fyrst. Ég sit hjá.