140. löggjafarþing — 29. fundur,  30. nóv. 2011.

fjárlög 2012.

1. mál
[16:54]
Horfa

fjármálaráðherra (Steingrímur J. Sigfússon) (Vg):

Ég vek athygli á því, herra forseti, þrátt fyrir taugaæsinginn í ræðum áðan, að hér er verið að hækka þessi framlög. (BJJ: Ekki nóg.) Í fjáraukalagafrumvarpi var bætt aukalega 100 millj. kr. við fjárlög þessa árs til að koma til móts við sjónarmið sveitarfélaganna. Hér er verið að verja á sextánda milljarð kr. með lögbundnum tekjum og aukaframlögum til Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga. Jöfnunarsjóður sveitarfélaga og sveitarfélögin þar með hafa notið stórkostlega góðs af tekjuöflunaraðgerðum ríkisins og þeim skattahækkunum sem ríkið hefur ráðist í því samkvæmt lögum og reglum þýðir það sjálfkrafa aukningu framlaga inn í Jöfnunarsjóð sveitarfélaga. Hér á Alþingi höfum við þurft að taka erfiðar ákvarðanir um skattahækkanir og tekjuöflun [Háreysti í þingsal.] sem sveitarfélögin í landinu hafa notið góðs af. Þannig er það.