140. löggjafarþing — 29. fundur,  30. nóv. 2011.

fjárlög 2012.

1. mál
[17:00]
Horfa

velferðarráðherra (Guðbjartur Hannesson) (Sf):

Hæstv. forseti. Ég fagna því að fjárlaganefnd hefur tekið inn við 2. umr. hækkun upp á 3,5% á mæðra- og ferðalaun, umönnunargreiðslur, barnalífeyri og frekari uppbætur á bifreiðakostnað. Þó að þess gæti ekki í þeirri umræðu sem hér hefur átt sér stað um fjárlagafrumvarpið þá er það svo að við höfum glímt við það að tapa fimmtu hverri krónu af tekjum ríkisins á undanförnum árum og erum að fylla í þá eyðu. Það hefur víða verið komið við og margt af því er afar sársaukafullt eins og hér hefur verið sagt. Þetta er eitt af því sem átti að frysta milli ára. Hér hefur fjárlaganefnd bætt í og ég fagna því mjög og segi já.