140. löggjafarþing — 29. fundur,  30. nóv. 2011.

fjárlög 2012.

1. mál
[17:02]
Horfa

Eygló Harðardóttir (F):

Virðulegi forseti. Þar sem við erum að greiða atkvæði um lífeyri úr almannatryggingakerfinu vil ég minna stjórnarliða á það loforð sem þeir gáfu í tengslum við kjarasamninga í vor. Í nefndaráliti meiri hluta velferðarnefndar segir að samkvæmt upplýsingum frá velferðarráðuneytinu reyndist ekki unnt að miða við þá lágmarkstölu sem kallað hafði verið eftir. Hækkunin hefði þá numið 6,8% og útgjöld ríkisins orðið langt umfram áætlun. Í vor þegar stjórnarandstaðan kallaði eftir upplýsingum um hvað þessi viljayfirlýsing ætti að kosta lágu þær upplýsingar ekki fyrir. Þarna hafa menn greinilega verið að lofa ansi miklu og hafa síðan, eins og er sýnt hér, svikið þau loforð. Orð skulu standa en enn á ný hefur ríkisstjórnin sýnt að það gildir ekki um hana. (Gripið fram í: Heyr, heyr.)