140. löggjafarþing — 29. fundur,  30. nóv. 2011.

fjárlög 2012.

1. mál
[17:06]
Horfa

Margrét Tryggvadóttir (Hr):

Forseti. Ég er á svipuðum nótum og fyrri ræðumaður. Ég kem aðallega hingað upp til að vekja athygli á þessari tölu. Ég spurði velferðarráðherra um daginn um fjölda mála frá embættinu og frá því að það var stofnað 1. ágúst 2010 hefur embættið fengið 5.900 mál til afgreiðslu. Þar af eru tæplega þúsund erindi og ábendingar fljótafgreidd þannig að þetta eru innan við 5 þúsund mál. 1 milljarður á næsta ári. Hugsum þetta. Við erum ekki að fara rétt að þessum málum. Það er alveg ljóst.