140. löggjafarþing — 29. fundur,  30. nóv. 2011.

fjárlög 2012.

1. mál
[17:07]
Horfa

Vigdís Hauksdóttir (F):

Virðulegi forseti. Við framsóknarmenn sitjum hjá í atkvæðagreiðslu þessari. Þetta er afsprengi þess að ríkisstjórnin tók ákvörðun um að fara ekki leið okkar framsóknarmanna um almenna skuldaniðurfellingu til heimila landsins. 1 milljarður árið 2012. Með því að dæla meiru fé í rekstur embættisins er ekki þar með sagt að hann verði skilvirkari. Það er ekkert sem segir okkur það.

Frú forseti. Heimilin brenna eftir sem áður. Ríkissjóður þarf að bera kostnaðinn af því að halda þessu embætti úti. Við framsóknarmenn sitjum hjá en við fögnum því í leiðinni sem kom fram í máli hv. þm. Guðlaugs Þórs Þórðarsonar að sjálfstæðismenn eru orðnir sammála okkur framsóknarmönnum um að almenn skuldaniðurfelling hafi verið eina rétta leiðin. Það er annað en ríkisstjórnarflokkarnir hafa þorað að viðurkenna.