140. löggjafarþing — 29. fundur,  30. nóv. 2011.

fjárlög 2012.

1. mál
[17:21]
Horfa

Valgerður Bjarnadóttir (Sf):

Virðulegi forseti. Ég tel að stjórnendur Landspítalans hafi unnið kraftaverk í því hvernig þeim hefur tekist að hagræða á þeirri góðu og miklu stofnun en ég legg líka til, virðulegir þingmenn, að við leyfum þeim að halda áfram að stjórna þeirri stofnun og ákveða hvað þeir telja best að gera ef þeir fá ekki alla þá peninga sem þeir vildu fá (Gripið fram í.) og að við skiptum okkur ekki af því.