140. löggjafarþing — 29. fundur,  30. nóv. 2011.

fjárlög 2012.

1. mál
[17:45]
Horfa

Lilja Mósesdóttir (U) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Við hv. þm. Atli Gíslason höfum samþykkt tillögur meiri hlutans um hækkun á útgjöldum til heilbrigðisstofnana. Þessi samþykkt okkar þýðir samt ekki að við viljum láta staðar numið. Við áskiljum okkur rétt til að koma með tillögur við 3. umr. um enn frekari hækkanir. Við munum héðan í frá sitja hjá við allar útgjaldatillögur meiri hlutans sem eftir eru nema þær sem eru samkvæmt kjarasamningum. Þær munum við samþykkja. Hjásetan skýrist fyrst og fremst af því að við sem þingmenn utan þingflokka eigum ekki seturétt á fundum fjárlaganefndar og getum þar af leiðandi ekki metið þessar tillögur.