140. löggjafarþing — 29. fundur,  30. nóv. 2011.

fjárlög 2012.

1. mál
[17:49]
Horfa

Þór Saari (Hr) (um atkvæðagreiðslu):

Frú forseti. Hér er um ófremdarlið að ræða þar sem verið er að úthluta fjármunum til stjórnmálaflokka eftir mjög einkennilegum reglum. Ég leyfi mér líka að benda á að samkvæmt lögum eiga stjórnmálaflokkar að vera búnir að skila áritaðri endurskoðaðri ársskýrslu 1. október hvert ár. Annað árið í röð hafa tveir stjórnmálaflokkar ekki skilað slíkri skýrslu og þar með brotið lög. Þetta eru Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur. Ég skora á fjárlaganefnd að hleypa þessum lið ekki lengra í fjárlögum við 3. umr. fyrr en það er alveg á hreinu að þessir flokkar hafi skilað áritaðri endurskoðaðri skýrslu og þeir taki á því af alvöru að halda sig við lögin sem þeir samþykktu sjálfir í fyrra í þessum málum.