140. löggjafarþing — 29. fundur,  30. nóv. 2011.

fjárlög 2012.

1. mál
[17:55]
Horfa

Magnús Orri Schram (Sf):

Virðulegi forseti.

(Forseti (RR): Forseti biður um hljóð í salinn.)

Virðulegi forseti. Eitt helsta verkefni þessarar ríkisstjórnar hefur verið að ná jöfnuði í ríkisfjármálum. Tæplega fimmta hver króna sem við öflum fer í vexti. Við höfum verið að reyna að ná niður hallarekstri. Við fengum kreppuna í arf frá fyrri valdhöfum en höfum reynt að taka á vandamálinu með erfiðum aðgerðum … [Frammíköll í þingsal.]

(Forseti (RR): Forseti biður alla hv. þingmenn um að gefa ræðumönnum sem gera grein fyrir atkvæði sínu tækifæri til að tala án frammíkalla.)

Virðulegi forseti. Ég geri ráð fyrir að ég eigi einhverjar sekúndur eftir.

(Forseti (RR): Nei, virðulegur þingmaður.)

[Hlátur í þingsal.] Eitt má þó segja og það er að þingmenn stjórnarliðsins eru á réttri leið. Við erum að ná niður hallanum sem við fengum í arf. Við skulum halda áfram því verkefni og breyta vöxtum í velferð. Við erum á réttri leið.

Virðulegi forseti. Ég vildi gjarnan fá að tala lengur en ég ætla að víkja úr ræðustóli hér og nú.