140. löggjafarþing — 29. fundur,  30. nóv. 2011.

fjárlög 2012.

1. mál
[18:08]
Horfa

Kristján Þór Júlíusson (S) (um atkvæðagreiðslu):

Forseti. Hér leggur 1. minni hluti sjálfstæðismanna í fjárlaganefnd fram tillögu sem gerir ráð fyrir því að áður en fjármálaráðherra fær heimild til að nýta þær heimildir sem kveðið er á um í 6. gr., þurfi að berast erindi þar að lútandi til fjárlaganefndar. Þessi tillaga er borin fram í ljósi þess að fjárlaganefnd náði samstöðu um það, þegar hún var að greina skýrslu Ríkisendurskoðunar um framkvæmd fjárlaga og með ríkisreikningi 2009, að vinna að framgangi þessa máls, þ.e. hafa betra tak á því hvernig fjárskuldbindingar yrðu til í höndum fjármálaráðherra.

Um þetta var mjög mikil samstaða í fjárlaganefnd. Það liggur fyrir að meiri hluti fjárlaganefndar tekur undir meginsjónarmiðin í þeirri tillögu sem hér er lögð fram. Í trausti þess að við munum ná saman á milli 2. og 3. umr. um orðalag í þessari tillögu er hún dregin til baka til 3. umr.