140. löggjafarþing — 29. fundur,  30. nóv. 2011.

fjárlög 2012.

1. mál
[18:19]
Horfa

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir (S):

Frú forseti. Það er sorglegt að sjá þessa grein í fjárlagafrumvarpinu en hún er um leið birtingarmynd stefnuleysis ríkisstjórnarinnar í heilbrigðismálum. Enn og aftur undirstrikar þessi grein frá ríkisstjórninni og meiri hluta fjárlaganefndar það stefnuleysi sem birtist í fjárlagafrumvarpinu.

Það liggur ljóst fyrir að á sínum tíma lágu fyrir tillögur um að breyta St. Jósefsspítala í miðstöð öldrunarþjónustu á höfuðborgarsvæðinu á suðvesturhorninu. Þeim fyrirætlunum var ýtt út af borðinu. Heima í héraði liggur ekkert fyrir um að samráð hafi verið haft um að selja St. Jósefsspítala. Ég spyr enn og aftur: Á ekki að tala við Hafnfirðinga um þetta mál? (Gripið fram í: Allt svikið.)